< 2 Timothy 2 >

1 You therefore, my child, be strengthened in the grace that is in Christ Jesus.
Tímóteus, sonur minn, lifðu í krafti Jesú Krists!
2 The things which you have heard from me among many witnesses, commit the same things to faithful men who will be able to teach others also.
Þitt hlutverk er að fræða aðra um það, sem þú heyrðir mig tala í áheyrn margra votta. Þann sannleika skaltu kenna mönnum sem hægt er að treysta, svo að þeir geti kennt öðrum.
3 You therefore must endure hardship as a good soldier of Christ Jesus.
Vertu fús að þjást eins og sannur hermaður Jesú Krists, því að það ber okkur að gera.
4 No soldier on duty entangles himself in the affairs of life, that he may please him who enrolled him as a soldier.
Og sem hermaður Krists skaltu ekki binda þig við nein aukastörf, því hvaða hermaður heldur þú að stundi aukavinnu annars staðar? Sá kæmi varla að miklum notum!
5 Also, if anyone competes in athletics, he isn’t crowned unless he has competed by the rules.
Sá sem stundar íþróttir, verður að fara eftir settum reglum til að geta sigrað, annars verður hann dæmdur úr leik og á enga von um verðlaun.
6 The farmer who labors must be the first to get a share of the crops.
Og bóndinn – hann leggur hart að sér til að ná góðri uppskeru. Eins gerum við.
7 Consider what I say, and may the Lord give you understanding in all things.
Hugleiddu þessi þrjú dæmi – hermanninn, íþróttamanninn og bóndann, og Drottinn hjálpi þér að skilja hvernig þau geta átt við þig.
8 Remember Jesus Christ, risen from the dead, of the offspring of David, according to my Good News,
Umfram allt, mundu eftir Jesú Kristi. Hann fæddist sem maður af ætt Davíðs konungs og sigraði dauðann með upprisu sinni.
9 in which I suffer hardship to the point of chains as a criminal. But God’s word isn’t chained.
Þennan mikla sannleika hef ég boðað. Þess vegna hef ég verið ofsóttur og setið í fangelsi eins og afbrotamaður. En þótt ég sé fjötraður, þá verður orð Guðs ekki fjötrað!
10 Therefore I endure all things for the chosen ones’ sake, that they also may obtain the salvation which is in Christ Jesus with eternal glory. (aiōnios g166)
Ég er fús að þjást, ef það verður til þess að þeir, sem Guð hefur útvalið, öðlist hjálpræðið og dýrð Jesú Krists. (aiōnios g166)
11 This saying is trustworthy: “For if we died with him, we will also live with him.
Ég veit að það er satt, að ef við deyjum fyrir Krist, þá fáum við að lifa með honum á himnum.
12 If we endure, we will also reign with him. If we deny him, he also will deny us.
Ef við stöndum stöðugir í trúnni og þjónustunni, þá munum við fá að ríkja með honum. En ef við snúumst gegn Kristi og afneitum honum, þá hlýtur hann einnig að hafna okkur.
13 If we are faithless, he remains faithful; for he can’t deny himself.”
En skorti okkur þrek og sé trú okkar alveg á þrotum, þá er hann samt trúr og hjálpar, því hann getur ekki afneitað okkur – við erum hluti af honum sjálfum. Loforð hans munu standa!
14 Remind them of these things, charging them in the sight of the Lord that they don’t argue about words to no profit, to the subverting of those who hear.
Þennan sannleika skaltu minna hina trúuðu á og bjóða þeim í nafni Drottins að deila ekki um einskisverða hluti. Slíkar rökræður rugla menn bara í ríminu. Þær eru algjörlega gagnslausar og meira að segja skaðlegar.
15 Give diligence to present yourself approved by God, a workman who doesn’t need to be ashamed, properly handling the Word of Truth.
Starfaðu af trúmennsku svo að Guð geti gefið þér góðan vitnisburð og þú þurfir ekki að blygðast þín þegar Guð prófar verk þín. Þú verður að þekkja orð hans, vita hvað það segir og hvað það þýðir.
16 But shun empty chatter, for it will go further in ungodliness,
Forðastu heimskulegar rökræður sem leiða af sér synd og illindi manna á milli.
17 and those words will consume like gangrene, of whom is Hymenaeus and Philetus:
Sum orð valda sári er seint grær. Dæmi um menn sem ánægju hafa af slíku þrasi eru Hýmeneus og Fíletus.
18 men who have erred concerning the truth, saying that the resurrection is already past, and overthrowing the faith of some.
Þeir hafa villst af vegi sannleikans og segja upprisu dáinna þegar um garð gengna og rugla fólk þannig í trúnni.
19 However, God’s firm foundation stands, having this seal: “The Lord knows those who are his,” and, “Let every one who names the name of the Lord depart from unrighteousness.”
En sannleikur Guðs er óhagganlegur og honum getur enginn breytt. Þar er skráð: „Drottinn þekkir sína, “og „sá sem telur sig kristinn, forðist ranglæti.“
20 Now in a large house there are not only vessels of gold and of silver, but also of wood and of clay. Some are for honor and some for dishonor.
Á ríkum heimilum eru sum ílát hver úr gulli og silfri, önnur úr tré og leir. Þau fyrrnefndu eru notuð fyrir gesti, en hin í eldhúsinu eða undir úrgang.
21 If anyone therefore purges himself from these, he will be a vessel for honor, sanctified, and suitable for the master’s use, prepared for every good work.
Forðist þú syndina, líkist þú gullkeri – því besta sem til er á heimilinu – og þá mun sjálfur Kristur nota þig til þess sem göfugt er.
22 Flee from youthful lusts; but pursue righteousness, faith, love, and peace with those who call on the Lord out of a pure heart.
Haltu þig frá öllu sem vekur illar hugsanir, eins og oft sækja á unga menn, en kepptu eftir því sem gott er. Reyndu að vaxa í trú og kærleika og sækja eftir félagsskap þeirra sem elska Drottin og eru hjartahreinir.
23 But refuse foolish and ignorant questionings, knowing that they generate strife.
Og enn segi ég: Láttu ekki leiða þig út í heimskulegar þrætur, sem aðeins valda ófriði og illdeilum.
24 The Lord’s servant must not quarrel, but be gentle toward all, able to teach, patient,
Þjónar Drottins mega ekki vera þrasgjarnir, heldur ljúfir og uppfræða fólk með þolinmæði.
25 in gentleness correcting those who oppose him. Perhaps God may give them repentance leading to a full knowledge of the truth,
Vertu hógvær þegar þú leiðbeinir þeim sem ekki þekkja sannleikann, og mótmæla þér. Þess meiri líkur eru á að þeir snúi sér frá villu sinni með Guðs hjálp og trúi sannleikanum.
26 and they may recover themselves out of the devil’s snare, having been taken captive by him to do his will.
Þannig gætu þeir áttað sig og losnað úr gildru Satans. Hann reynir sífellt að fjötra menn í þrældóm syndarinnar og fá þá til að þjóna sér.

< 2 Timothy 2 >