< 1 Peter 2 >

1 Putting away therefore all wickedness, all deceit, hypocrisies, envies, and all evil speaking,
Burt með allt hatur úr hugum ykkar! Látið ykkur ekki nægja að aðrir haldi að þið séuð kærleiksrík! Látið óheiðarleika og öfundsýki lönd og leið og hættið að baktala náungann.
2 as newborn babies, long for the pure spiritual milk, that with it you may grow,
Ef þið hafið fengið að kynnast góðvild og kærleika Drottins, biðjið þá um meira af slíku – rétt eins og ungbarnið sem sækist eftir meiri mjólk – svo að þið vaxið og styrkist í Drottni.
3 if indeed you have tasted that the Lord is gracious.
4 Come to him, a living stone, rejected indeed by men, but chosen by God, precious.
Komið til Krists, hins lifandi kletts, sem Guð byggir á. Þótt menn hafi hafnað honum er hann óumræðilega dýrmætur í augum Guðs og Guð hefur tekið hann fram yfir alla aðra.
5 You also as living stones are built up as a spiritual house, to be a holy priesthood, to offer up spiritual sacrifices, acceptable to God through Yeshua the Messiah.
Nú eruð þið orðin að lifandi hleðslusteinum, sem Guð notar í byggingu sína og meira en það, þið eruð helguð honum til prestsþjónustu. Gangið því fram fyrir Guð – þið eruð velkomin vegna þess sem Jesús hefur gert – og fórnið honum því sem honum fellur vel.
6 Because it is contained in Scripture, “Behold, I lay in Zion a chief cornerstone, chosen and precious. He who believes in him will not be disappointed.”
Um þetta segir Biblían: „Sjá ég sendi Krist sem hinn dýrmæta og útvalda hornstein í kirkju mína. Þennan stein hef ég valið af mikilli kostgæfni og þeir, sem honum treysta, munu aldrei verða fyrir vonbrigðum.“
7 For you who believe therefore is the honour, but for those who are disobedient, “The stone which the builders rejected has become the chief cornerstone,”
Ykkur, sem trúið, er hann mjög dýrmætur, en þeim, sem hafna honum, er hann einskis virði. Þessu lýsir Biblían svo: „Steinninn, sem byggingameistararnir höfnuðu, er orðinn að hornsteini, mikilvægasta steini byggingar minnar, þeim er mestrar virðingar nýtur.“
8 and, “a stumbling stone and a rock of offence.” For they stumble at the word, being disobedient, to which also they were appointed.
Biblían segir enn fremur: „Um þennan stein munu sumir hrasa. Hann er kletturinn, sem þeim verður að falli.“Þeir munu hrasa vegna þess að þeir vilja hvorki hlusta á orð Guðs né hlýða því og þess vegna hlýtur að fylgja sú hegning að þeir falli.
9 But you are a chosen race, a royal priesthood, a holy nation, a people for God’s own possession, that you may proclaim the excellence of him who called you out of darkness into his marvellous light.
En þið eruð ekki þannig, því að sjálfur Guð hefur valið ykkur. Þið eruð prestar hins æðsta konungs. Þið eruð heilög og hrein. Þið eruð þjóð Guðs, hans eigið fólk. Þið eigið að segja öðrum hvernig Guð kallaði ykkur út úr myrkrinu og inn í undursamlegt ljós sitt.
10 In the past, you were not a people, but now are God’s people, who had not obtained mercy, but now have obtained mercy.
Áður voruð þið einskis nýt, en nú eruð þið fólk Guðs. Áður voru þið fáfróð um gæsku Guðs, en nú hefur hún breytt lífi ykkar.
11 Beloved, I beg you as foreigners and pilgrims to abstain from fleshly lusts which war against the soul,
Kæru vinir, þið eruð aðeins gestir á þessari jörð, því að hið raunverulega heimili ykkar er á himnum. Þess vegna bið ég ykkur að forðast allar illar nautnir þessa heims, því að þær spilla hjörtum ykkar.
12 having good behaviour amongst the nations, so in that of which they speak against you as evildoers, they may see your good works and glorify God in the day of visitation.
Gætið þess hvernig þið hegðið ykkur meðal nágranna ykkar, sem ekki eru frelsaðir, svo að þeir lofi Guð fyrir góðverk ykkar á þeirri stund er Guð vitjar þeirra, enda þótt þeir tortryggi ykkur nú og tali illa um ykkur.
13 Therefore subject yourselves to every ordinance of man for the Lord’s sake: whether to the king, as supreme,
Hlýðið Drottins vegna lögunum sem yfirvöldin setja, bæði þeim sem konungurinn setur sem æðsti maður ríkisins
14 or to governors, as sent by him for vengeance on evildoers and for praise to those who do well.
og einnig þeim sem embættismenn konungsins setja, því að þeim ber, sem fulltrúum hans, að refsa öllum sem lögin brjóta, en jafnframt að heiðra þá sem rétt gera.
15 For this is the will of God, that by well-doing you should put to silence the ignorance of foolish men.
Guð vill að líferni ykkar og breytni verði til þess að þagga niður í þeim, sem í fáfræði sinni fordæma fagnaðarerindið. Þessir menn vita ekki að hvaða gagni það gæti komið þeim, því að þeir hafa aldrei reynt kraft þess.
16 Live as free people, yet not using your freedom for a cloak of wickedness, but as bondservants of God.
Þið eruð frjálst fólk, en það táknar ekki að þið eigið að nota frelsi ykkar til að gera það sem rangt er, notið það einungis til þess sem er vilji Guðs.
17 Honour all men. Love the brotherhood. Fear God. Honour the king.
Sýnið öllum virðingu og elskið alla kristna menn. Óttist Guð og hlýðið yfirvöldunum.
18 Servants, be in subjection to your masters with all respect, not only to the good and gentle, but also to the wicked.
Þjónar, þið verðið að sýna húsbændum ykkar virðingu og gera það sem þeir segja ykkur – ekki aðeins þeim sem eru tillitssamir og góðir, heldur einnig hinum freku og ruddalegu.
19 For it is commendable if someone endures pain, suffering unjustly, because of conscience towards God.
Lofið Drottin, ef ykkur er refsað fyrir að gera það sem rétt er!
20 For what glory is it if, when you sin, you patiently endure beating? But if when you do well, you patiently endure suffering, this is commendable with God.
„Hvers vegna?“spyrjið þið. Hver haldið þið að hrósi ykkur fyrir að sýna þolinmæði á stundu refsingar, ef þið eigið refsinguna skilið? Hafið þið hins vegar gert rétt, en þó verið barðir og tekið höggunum með þolinmæði, eruð þið Guði að skapi.
21 For you were called to this, because Messiah also suffered for us, leaving you an example, that you should follow his steps,
Þjáningar sem þessar, eru hluti þess sem Guð ætlaði ykkur að þola. Kristur þjáðist fyrir ykkur og hann er fyrirmynd ykkar; fetið í hans fótspor!
22 who didn’t sin, “neither was deceit found in his mouth.”
Hann syndgaði ekki og aldrei sagði hann ósatt.
23 When he was cursed, he didn’t curse back. When he suffered, he didn’t threaten, but committed himself to him who judges righteously.
Væri honum hallmælt, svaraði hann aldrei í sömu mynt og ekki hótaði hann kvölurum sínum hefnd heldur lagði mál sitt í hendur Guðs, sem allt dæmir af réttvísi.
24 He himself bore our sins in his body on the tree, that we, having died to sins, might live to righteousness. You were healed by his wounds.
Hann bar syndir okkar á sínum eigin líkama og dó fyrir þær á krossinum, svo að við gætum frelsast frá þeim og lifað guðrækilega upp frá því. Sárin hans læknuðu sárin okkar.
25 For you were going astray like sheep; but now you have returned to the Shepherd and Overseer of your souls.
Þið voruð eins og lömb sem höfðu villst burt frá Guði, en nú hafið þið snúið aftur til þess hirðis, sem leiðir sálir ykkar og verndar ykkur gegn öllum hættum.

< 1 Peter 2 >