< Luke 22 >

1 Now the feast of unleavened bread, which is called the Passover, was approaching.
Nú voru páskarnir í nánd. Þeir eru mesta hátíð Gyðinga og þá eru einungis borðuð ósýrð brauð.
2 The chief priests and the scribes sought how they might put him to death, for they feared the people.
Æðstu prestarnir og fræðimennirnir voru að velta því fyrir sér hvernig þeir gætu ráðið Jesú af dögum. En þeir óttuðust að fólkið svaraði með því að gera uppreisn.
3 Satan entered into Judah, who was also called Iscariot, who was counted with the twelve.
Þegar þetta var fór Satan í Júdas Ískaríot, einn af þeim tólf.
4 He went away and talked with the chief priests and captains about how he might deliver him to them.
Júdas kom að máli við æðstu prestana og varðstjóra musterisins til að ræða um hvernig hann ætti að koma Jesú í hendur þeirra.
5 They were glad, and agreed to give him money.
Þeir urðu glaðir þegar þeir heyrðu að hann væri fús að hjálpa þeim og hétu honum launum.
6 He consented and sought an opportunity to deliver him to them in the absence of the multitude.
Upp frá þessu beið Júdas eftir hentugu tækifæri til að handtaka Jesú í kyrrþey þegar fólkið væri hvergi nærri.
7 The day of unleavened bread came, on which the Passover must be sacrificed.
Dagurinn fyrir páska rann upp – dagur ósýrðu brauðanna – en þá átti að slátra páskalambinu og borða það með ósýrða brauðinu.
8 Yeshua sent Peter and Yochanan, saying, “Go and prepare the Passover for us, that we may eat.”
Jesús sendi Pétur og Jóhannes af stað til að finna húsnæði þar sem þeir gætu undirbúið páskamáltíðina.
9 They said to him, “Where do you want us to prepare?”
„Hvert viltu að við förum?“spurðu þeir.
10 He said to them, “Behold, when you have entered into the city, a man carrying a pitcher of water will meet you. Follow him into the house which he enters.
„Þegar þið komið inn í Jerúsalem, “svaraði Jesús, „mun mæta ykkur maður sem ber vatnskrús. Fylgið honum eftir þangað sem hann fer
11 Tell the master of the house, ‘The Rabbi says to you, “Where is the guest room, where I may eat the Passover with my disciples?”’
og segið húsráðanda þar: „Við erum með skilaboð frá meistara okkar, um að þú sýnir okkur herbergið þar sem hann geti snætt páskamáltíðina með lærisveinum sínum.“
12 He will show you a large, furnished upper room. Make preparations there.”
Þá mun hann fara með ykkur upp í stórt herbergi sem okkur er ætlað. Það er staðurinn. Farið nú og undirbúið máltíðina.“
13 They went, found things as Yeshua had told them, and they prepared the Passover.
Þeir fóru til borgarinnar og fundu allt eins og Jesús hafði sagt og undirbjuggu páskamáltíðina.
14 When the hour had come, he sat down with the twelve emissaries.
Á tilsettum tíma kom Jesús og settist til borðs og postularnir með honum.
15 He said to them, “I have earnestly desired to eat this Passover with you before I suffer,
Hann sagði: „Ég hef innilega þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með ykkur áður en ég líð,
16 for I tell you, I will no longer by any means eat of it until it is fulfilled in God’s Kingdom.”
því að það segi ég ykkur að ég mun ekki neyta hennar aftur, fyrr en hún fullkomnast í guðsríki.“
17 He received a cup, and when he had given thanks, he said, “Take this and share it amongst yourselves,
Þá tók Jesús bikar, flutti þakkarbæn og sagði: „Takið þetta og skiptið því á milli ykkar.
18 for I tell you, I will not drink at all again from the fruit of the vine, until God’s Kingdom comes.”
Ég mun ekki drekka vín á ný fyrr en guðsríki er komið.“
19 He took bread, and when he had given thanks, he broke and gave it to them, saying, “This is my body which is given for you. Do this in memory of me.”
Og hann tók brauð, þakkaði Guði og braut það í sundur, fékk þeim og sagði: „Þetta er líkami minn, sem fyrir ykkur er gefinn, gerið þetta í mína minningu.“
20 Likewise, he took the cup after supper, saying, “This cup is the new covenant in my blood, which is poured out for you.
Á sama hátt tók hann bikarinn eftir kvöldmáltíðina og mælti: „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir ykkur er úthellt.
21 But behold, the hand of him who betrays me is with me on the table.
Sá er svíkur mig, situr hér til borðs með mér.
22 The Son of Man indeed goes as it has been determined, but woe to that man through whom he is betrayed!”
Að vísu verð ég að deyja, það er liður í áætlun Guðs, en vei þeim manni sem veldur því að ég verð framseldur.“
23 They began to question amongst themselves which of them it was who would do this thing.
Þá fóru lærisveinarnir að þrátta sín á milli um það hver þeirra gæti fengið sig til slíks,
24 A dispute also arose amongst them, which of them was considered to be greatest.
og líka um það hver þeirra gæti talist mestur.
25 He said to them, “The kings of the nations lord it over them, and those who have authority over them are called ‘benefactors.’
Þá sagði Jesús: „Konungar þjóðanna drottna yfir þeim og þeir sem láta menn kenna á valdi sínu eru nefndir velgjörðamenn.
26 But not so with you. Rather, the one who is greater amongst you, let him become as the younger, and one who is governing, as one who serves.
En meðal ykkar er sá mestur sem þjónar hinum.
27 For who is greater, one who sits at the table, or one who serves? Isn’t it he who sits at the table? But I am amongst you as one who serves.
Í heiminum er það foringinn sem situr við borðið og þjónar hans ganga um beina. En hjá okkur er þetta öðruvísi. Ég þjóna ykkur.
28 “But you are those who have continued with me in my trials.
Þið hafið ekki brugðist mér þennan erfiða tíma.
29 I confer on you a kingdom, even as my Father conferred on me,
En eins og faðir minn hefur gefið mér ríki sitt, eins gef ég ykkur það svo að þið getið
30 that you may eat and drink at my table in my Kingdom. You will sit on thrones, judging the twelve tribes of Israel.”
etið og drukkið við borð mitt í ríki mínu. Þið munuð sitja í hásætum og dæma hinar tólf ættkvíslir Ísraels.
31 The Lord said, “Simon, Simon, behold, Satan asked to have all of you, that he might sift you as wheat,
Símon, Símon, Satan krafðist þín til að sigta þig eins og hveiti,
32 but I prayed for you, that your faith wouldn’t fail. You, when once you have turned again, establish your brothers.”
en ég hef beðið þess að trú þína þrjóti ekki að fullu og öllu. Styrk þú bræður þína þegar þú hefur iðrast og snúið aftur til mín.“
33 He said to him, “Lord, I am ready to go with you both to prison and to death!”
Símon svaraði: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fara með þér í fangelsi og jafnvel deyja með þér.“
34 He said, “I tell you, Peter, the rooster will by no means crow today until you deny that you know me three times.”
„Pétur, “svaraði Jesús, „ég skal segja þér nokkuð. Haninn mun ekki gala í dag fyrr en þú hefur þrisvar neitað því að þú þekkir mig.“
35 He said to them, “When I sent you out without purse, bag, and sandals, did you lack anything?” They said, “Nothing.”
Og Jesús hélt áfram og sagði: „Þegar ég sendi ykkur í predikunarferðir, peningalausa, nestislausa og án þess að þið hefðuð skó til skiptanna, skorti ykkur þá nokkuð?“„Nei, ekkert, “svöruðu þeir.
36 Then he said to them, “But now, whoever has a purse, let him take it, and likewise a bag. Whoever has none, let him sell his cloak, and buy a sword.
„En núna“sagði hann, „skuluð þið taka með ykkur nestispoka, ef þið eigið, og peninga. Ef þið eigið ekkert sverð, þá seljið jafnvel fötin ykkar til að geta keypt sverð.
37 For I tell you that this which is written must still be fulfilled in me: ‘He was counted with transgressors.’ For that which concerns me is being fulfilled.”
Þetta segi ég, því að nú er þessi spádómur að rætast: „Hann mun dæmdur sem afbrotamaður.“Allt sem spámennirnir skrifuðu um mig mun rætast.“
38 They said, “Lord, behold, here are two swords.” He said to them, “That is enough.”
„Meistari“svöruðu þeir, „við höfum hérna tvö sverð.“„Það er nóg, “svaraði hann.
39 He came out and went, as his custom was, to the Mount of Olives. His disciples also followed him.
Síðan yfirgaf Jesús loftherbergið í fylgd lærisveinanna og fór eftir venju út til Olíufjallsins.
40 When he was at the place, he said to them, “Pray that you don’t enter into temptation.”
Þegar þangað kom sagði hann: „Biðjið Guð að þið fallið ekki í freistni.“
41 He was withdrawn from them about a stone’s throw, and he knelt down and prayed,
Hann fór spölkorn frá þeim, kraup niður og bað: „Faðir, ef þú vilt, þá taktu þennan bikar frá mér. Verði þó ekki minn vilji, heldur þinn.“
42 saying, “Father, if you are willing, remove this cup from me. Nevertheless, not my will, but yours, be done.”
43 An angel from heaven appeared to him, strengthening him.
Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.
44 Being in agony, he prayed more earnestly. His sweat became like great drops of blood falling down on the ground.
Því að hann var í slíkri dauðans angist að sviti hans varð eins og blóðdropar sem féllu á jörðina og bæn hans varð enn ákafari.
45 When he rose up from his prayer, he came to the disciples and found them sleeping because of grief,
Að lokum stóð hann upp, gekk til lærisveinanna og fann þá sofandi. Þeir höfðu sofnað af þreytu og hryggð.
46 and said to them, “Why do you sleep? Rise and pray that you may not enter into temptation.”
„Hví sofið þið?“spurði hann, „Rísið upp og biðjið þess að þið fallið ekki fyrir freistingunni.“
47 While he was still speaking, a crowd appeared. He who was called Judah, one of the twelve, was leading them. He came near to Yeshua to kiss him.
Hann hafði ekki sleppt orðinu, er hóp manna bar þar að. Fremstur gekk Júdas, einn postulanna. Hann gekk til Jesú og kyssti hann vingjarnlega á kinnina.
48 But Yeshua said to him, “Judah, do you betray the Son of Man with a kiss?”
Jesús sagði við hann: „Júdas, svíkur þú mig með kossi.“
49 When those who were around him saw what was about to happen, they said to him, “Lord, shall we strike with the sword?”
Þegar lærisveinarnir ellefu skildu hvað um var að vera, hrópuðu þeir: „Meistari, eigum við að berjast? Við tókum sverðin með okkur.“
50 A certain one of them struck the servant of the high priest, and cut off his right ear.
Einn þeirra brá sverði og hjó hægra eyrað af þjóni æðsta prestsins.
51 But Yeshua answered, “Let me at least do this”—and he touched his ear and healed him.
En Jesús sagði: „Sýnið enga frekari mótstöðu.“Síðan snerti hann sárið og læknaði eyrað.
52 Yeshua said to the chief priests, captains of the temple, and elders, who had come against him, “Have you come out as against a robber, with swords and clubs?
Jesús sneri sér nú að æðstu prestunum, varðforingjum musterisins og trúarleiðtogum, sem fremstir stóðu, og spurði: „Er ég þá ræningi? Hvers vegna komið þið með sverð og kylfur til að handsama mig?
53 When I was with you in the temple daily, you didn’t stretch out your hands against me. But this is your hour, and the power of darkness.”
Af hverju handtókuð þið mig ekki í musterinu? Þar var ég daglega. En þetta er ykkar tími og vald myrkraaflanna.“
54 They seized him and led him away, and brought him into the high priest’s house. But Peter followed from a distance.
Þá gripu þeir Jesú og leiddu til bústaðar æðsta prestsins. Pétur fylgdi í humátt á eftir.
55 When they had kindled a fire in the middle of the courtyard and had sat down together, Peter sat amongst them.
Hermennirnir kveiktu bál í húsagarðinum og settust umhverfis það til að hlýja sér, en Pétur smeygði sér inn í hópinn svo lítið bar á.
56 A certain servant girl saw him as he sat in the light, and looking intently at him, said, “This man also was with him.”
Við bjarmann frá eldinum tók ein þjónustustúlkan eftir honum og gaf honum nánar gætur. Loks sagði hún: „Þessi maður var með Jesú.“
57 He denied Yeshua, saying, “Woman, I don’t know him.”
„Nei, kona góð, “svaraði Pétur, „þann mann þekki ég alls ekki.“
58 After a little while someone else saw him and said, “You also are one of them!” But Peter answered, “Man, I am not!”
Stuttu seinna tók einhver annar eftir honum og sagði: „Þú hlýtur að vera einn af þeim.“„Nei, herra minn, það er ég ekki, “svaraði Pétur.
59 After about one hour passed, another confidently affirmed, saying, “Truly this man also was with him, for he is a Galilean!”
Um það bil klukkustundu síðar fullyrti enn einn þetta og sagði: „Ég veit að þessi maður er einn af lærisveinum Jesú, því að þeir eru báðir frá Galíleu.“
60 But Peter said, “Man, I don’t know what you are talking about!” Immediately, while he was still speaking, a rooster crowed.
„Góði maður“svaraði Pétur, „ég skil bara alls ekki hvað þú ert að tala um.“En áður en hann hafði sleppt orðinu gól hani.
61 The Lord turned and looked at Peter. Then Peter remembered the Lord’s word, how he said to him, “Before the rooster crows you will deny me three times.”
Á sömu stundu sneri Jesús sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Jesú: „Áður en haninn galar í dag, muntu þrisvar afneita mér.“
62 He went out, and wept bitterly.
Þá gekk Pétur út fyrir og grét sárt.
63 The men who held Yeshua mocked him and beat him.
Verðirnir sem gættu Jesú, tóku nú að hæða hann. Þeir bundu fyrir augu hans, slógu hann með hnefunum og spurðu: „Hver sló þig núna, spámaður?“
64 Having blindfolded him, they struck him on the face and asked him, “Prophesy! Who is the one who struck you?”
65 They spoke many other things against him, insulting him.
Síðan smánuðu þeir hann á allan hátt.
66 As soon as it was day, the assembly of the elders of the people were gathered together, both chief priests and scribes, and they led him away into their council, saying,
Í morgunsárið kom hæstiréttur Gyðinga saman. Í honum voru meðal annars æðstu prestarnir og aðrir trúarleiðtogar þjóðarinnar. Jesús var nú leiddur fram fyrir þetta ráð
67 “If you are the Messiah, tell us.” But he said to them, “If I tell you, you won’t believe,
og spurður hvort hann héldi því fram að hann væri Kristur. „Þó ég segi ykkur það“svaraði hann, „þá trúið þið mér ekki og munuð ekki heldur leyfa mér að flytja mál mitt.
68 and if I ask, you will in no way answer me or let me go.
69 From now on, the Son of Man will be seated at the right hand of the power of God.”
En innan skamms mun ég, Kristur, setjast í hásæti við hlið almáttugs Guðs.“
70 They all said, “Are you then the Son of God?” He said to them, “You say it, because I am.”
„Með þessu ertu að fullyrða að þú sért sonur Guðs, “hrópuðu þeir. „Já“svaraði hann, „ég er hann.“
71 They said, “Why do we need any more witness? For we ourselves have heard from his own mouth!”
„Við þurfum ekki fleiri vitni!“æptu þeir. „Við höfum sjálfir heyrt hann segja það.“

< Luke 22 >