< Κατα Λουκαν 15 >

1 ησαν δε εγγιζοντεσ αυτω παντεσ οι τελωναι και οι αμαρτωλοι ακουειν αυτου
Skattheimtumenn voru þekktir að óheiðarleika. Þeir komu oft ásamt öðrum stórsyndurum til þess að hlusta á Jesú predika.
2 και διεγογγυζον οι φαρισαιοι και οι γραμματεισ λεγοντεσ οτι ουτοσ αμαρτωλουσ προσδεχεται και συνεσθιει αυτοισ
Faríseunum og lögvitringunum líkaði meinilla að hann skyldi umgangast jafn fyrirlitlegt fólk, og meira að segja borða með því!
3 ειπεν δε προσ αυτουσ την παραβολην ταυτην λεγων
Jesús sagði þeim því eftirfarandi dæmisögu: „Segjum svo að þú ættir hundrað kindur, en ein þeirra villtist í burtu og týndist í óbyggðinni. Myndir þú þá ekki skilja hinar níutíu og níu eftir og fara að leita þeirrar sem týndist, uns þú fyndir hana?
4 τισ ανθρωποσ εξ υμων εχων εκατον προβατα και απολεσασ εν εξ αυτων ου καταλειπει τα ενενηκοντα εννεα εν τη ερημω και πορευεται επι το απολωλοσ εωσ ευρη αυτο
5 και ευρων επιτιθησιν επι τουσ ωμουσ εαυτου χαιρων
Þá yrðir þú svo glaður að þú bærir hana heim á herðum þér.
6 και ελθων εισ τον οικον συγκαλει τουσ φιλουσ και τουσ γειτονασ λεγων αυτοισ συγχαρητε μοι οτι ευρον το προβατον μου το απολωλοσ
Og kallaðir saman vini þína og granna til að gleðjast með þér yfir því að týnda kindin skyldi hafa fundist.
7 λεγω υμιν οτι ουτωσ χαρα εσται εν τω ουρανω επι ενι αμαρτωλω μετανοουντι η επι ενενηκοντα εννεα δικαιοισ οιτινεσ ου χρειαν εχουσιν μετανοιασ
Á sama hátt verður meiri gleði á himnum vegna eins syndara sem snýr sér til Guðs, en yfir öðrum níutíu og níu sem ekki hafa villst frá Guði!
8 η τισ γυνη δραχμασ εχουσα δεκα εαν απολεση δραχμην μιαν ουχι απτει λυχνον και σαροι την οικιαν και ζητει επιμελωσ εωσ οτου ευρη
Tökum annað dæmi: Kona á tíu dýrmæta silfurpeninga og týnir einum þeirra. Hvað gerir hún þá? Hún kveikir ljós, leitar um allt og sópar hvern krók og kima þangað til hann finnst.
9 και ευρουσα συγκαλειται τασ φιλασ και τασ γειτονασ λεγουσα συγχαρητε μοι οτι ευρον την δραχμην ην απωλεσα
Síðan kallar hún á vinkonur sínar og fær þær til að samgleðjast sér.
10 ουτωσ λεγω υμιν χαρα γινεται ενωπιον των αγγελων του θεου επι ενι αμαρτωλω μετανοουντι
Á sama hátt gleðjast englar Guðs einnig yfir hverjum þeim syndara sem gerir iðrun.“Til enn frekari útskýringar sagði hann þeim þessa sögu:
11 ειπεν δε ανθρωποσ τισ ειχεν δυο υιουσ
„Maður nokkur átti tvo syni.
12 και ειπεν ο νεωτεροσ αυτων τω πατρι πατερ δοσ μοι το επιβαλλον μεροσ τησ ουσιασ και διειλεν αυτοισ τον βιον
Yngri sonurinn sagði við föður sinn: „Ég vil gjarnan fá minn hluta arfsins strax, í stað þess að bíða þangað til þú ert dáinn.“Þá skipti faðirinn auðæfum sínum á milli sona sinna.
13 και μετ ου πολλασ ημερασ συναγαγων απαντα ο νεωτεροσ υιοσ απεδημησεν εισ χωραν μακραν και εκει διεσκορπισεν την ουσιαν αυτου ζων ασωτωσ
Nokkrum dögum síðar tók yngri sonurinn saman föggur sínar og hélt til fjarlægs lands. Þar eyddi hann öllum peningunum í skemmtanir og skækjur.
14 δαπανησαντοσ δε αυτου παντα εγενετο λιμοσ ισχυροσ κατα την χωραν εκεινην και αυτοσ ηρξατο υστερεισθαι
En þegar hann var að verða peningalaus kom mikil hungursneyð í því landi og hann tók að líða skort.
15 και πορευθεισ εκολληθη ενι των πολιτων τησ χωρασ εκεινησ και επεμψεν αυτον εισ τουσ αγρουσ αυτου βοσκειν χοιρουσ
Þá réð hann sig sem svínahirði hjá bónda einum.
16 και επεθυμει γεμισαι την κοιλιαν αυτου απο των κερατιων ων ησθιον οι χοιροι και ουδεισ εδιδου αυτω
Hann varð svo hungraður að hann langaði jafnvel í baunahýðið sem svínin átu. Enginn gaf honum neitt.
17 εισ εαυτον δε ελθων ειπεν ποσοι μισθιοι του πατροσ μου περισσευουσιν αρτων εγω δε λιμω απολλυμαι
Að lokum áttaði hann sig á eymd sinni og sagði við sjálfan sig: „Verkamennirnir heima hjá föður mínum hafa nóg að borða og meira en það, en hér er ég að veslast upp af hungri!
18 αναστασ πορευσομαι προσ τον πατερα μου και ερω αυτω πατερ ημαρτον εισ τον ουρανον και ενωπιον σου
Ég ætla að fara heim til pabba og segja: „Ég hef syndgað bæði gegn Guði og þér.
19 και ουκετι ειμι αξιοσ κληθηναι υιοσ σου ποιησον με ωσ ενα των μισθιων σου
Ég er ekki lengur verður að kallast sonur þinn. Viltu ráða mig sem verkamann hjá þér?““
20 και αναστασ ηλθεν προσ τον πατερα αυτου ετι δε αυτου μακραν απεχοντοσ ειδεν αυτον ο πατηρ αυτου και εσπλαγχνισθη και δραμων επεπεσεν επι τον τραχηλον αυτου και κατεφιλησεν αυτον
Síðan lagði hann af stað heim til föður síns. Faðir hans sá til hans þegar hann nálgaðist, kenndi í brjósti um hann, hljóp á móti honum, faðmaði hann og kyssti.
21 ειπεν δε αυτω ο υιοσ πατερ ημαρτον εισ τον ουρανον και ενωπιον σου και ουκετι ειμι αξιοσ κληθηναι υιοσ σου
Þá sagði sonurinn: „Faðir, ég hef syndgað bæði gegn Guði og þér. Ég er ekki verður að kallast sonur þinn.“
22 ειπεν δε ο πατηρ προσ τουσ δουλουσ αυτου εξενεγκατε την στολην την πρωτην και ενδυσατε αυτον και δοτε δακτυλιον εισ την χειρα αυτου και υποδηματα εισ τουσ ποδασ
Faðirinn kallaði þá til þjóna sinna og sagði: „Flýtið ykkur! Náið í fallegustu skikkjuna sem til er og færið hann í. Látið líka hring á fingur hans og sækið nýja skó handa honum.
23 και ενεγκαντεσ τον μοσχον τον σιτευτον θυσατε και φαγοντεσ ευφρανθωμεν
Slátrið síðan alikálfinum því að nú ætlum við að halda veislu!
24 οτι ουτοσ ο υιοσ μου νεκροσ ην και ανεζησεν και απολωλωσ ην και ευρεθη και ηρξαντο ευφραινεσθαι
Þessi sonur minn var dauður, en nú er hann lifnaður við. Hann var týndur, en nú er hann fundinn.“Síðan hófst veislan.
25 ην δε ο υιοσ αυτου ο πρεσβυτεροσ εν αγρω και ωσ ερχομενοσ ηγγισεν τη οικια ηκουσεν συμφωνιασ και χορων
Meðan þetta gerðist var eldri sonurinn við vinnu úti á akri. Þegar hann kom heim, heyrði hann danstónlist frá húsinu
26 και προσκαλεσαμενοσ ενα των παιδων επυνθανετο τι ειη ταυτα
og spurði einn þjóninn hvað gengi á.
27 ο δε ειπεν αυτω οτι ο αδελφοσ σου ηκει και εθυσεν ο πατηρ σου τον μοσχον τον σιτευτον οτι υγιαινοντα αυτον απελαβεν
„Bróðir þinn er kominn, “svaraði þjónninn, „og faðir þinn lét slátra kálfinum, sem verið var að ala, og hefur nú stofnað til mikillar veislu til að fagna því að sonurinn er kominn heim heill á húfi.“
28 ωργισθη δε και ουκ ηθελεν εισελθειν ο ουν πατηρ αυτου εξελθων παρεκαλει αυτον
Þá reiddist eldri bróðirinn og vildi ekki fara inn. Faðir hans fór þá út og bað hann fyrir alla muni að koma inn.
29 ο δε αποκριθεισ ειπεν τω πατρι ιδου τοσαυτα ετη δουλευω σοι και ουδεποτε εντολην σου παρηλθον και εμοι ουδεποτε εδωκασ εριφον ινα μετα των φιλων μου ευφρανθω
En hann svaraði: „Ég hef stritað fyrir þig öll þessi ár og aldrei neitað að gera neitt sem þú baðst mig. Þó hefur þú aldrei gefið mér svo mikið sem eina geit, allan þennan tíma, svo að ég gæti haldið veislu með vinum mínum.
30 οτε δε ο υιοσ σου ουτοσ ο καταφαγων σου τον βιον μετα πορνων ηλθεν εθυσασ αυτω τον μοσχον τον σιτευτον
En þegar þessi sonur þinn kemur heim, hann sem eyddi peningum þínum í skækjur, þá heldur þú hátíð og slátrar besta kálfinum.“
31 ο δε ειπεν αυτω τεκνον συ παντοτε μετ εμου ει και παντα τα εμα σα εστιν
En faðir hans sagði: „Sonur minn, þú ert alltaf hjá mér og allt sem ég á, átt þú með mér.
32 ευφρανθηναι δε και χαρηναι εδει οτι ο αδελφοσ σου ουτοσ νεκροσ ην και ανεζησεν και απολωλωσ ην και ευρεθη
En nú getum við ekki annað en glaðst, því hann er jú bróðir þinn. Hann var dauður, en er nú lifnaður við! Hann var týndur, en nú er hann fundinn.““

< Κατα Λουκαν 15 >