< Iohannem 9 >

1 et praeteriens vidit hominem caecum a nativitate
Eitt sinn er Jesús var á gangi, sá hann mann sem hafði verið blindur frá fæðingu.
2 et interrogaverunt eum discipuli sui rabbi quis peccavit hic aut parentes eius ut caecus nasceretur
„Meistari, “sögðu lærisveinar hans, „hvers vegna fæddist þessi maður blindur? Var það vegna þess að hann syndgaði eða foreldrar hans?“
3 respondit Iesus neque hic peccavit neque parentes eius sed ut manifestetur opera Dei in illo
„Hvorugt, “svaraði Jesús. „Það er til að sýna mátt Guðs.
4 me oportet operari opera eius qui misit me donec dies est venit nox quando nemo potest operari
Okkur ber að vinna verk þess sem sendi mig, meðan dagur er. Senn kemur nótt og þá leggst öll vinna niður.
5 quamdiu in mundo sum lux sum mundi
En meðan ég er enn í heiminum, er ég ljós heimsins.“
6 haec cum dixisset expuit in terram et fecit lutum ex sputo et linuit lutum super oculos eius
Síðan hrækti hann á jörðina, bjó til leðju úr munnvatninu, bar hana á augu blinda mannsins
7 et dixit ei vade lava in natatoria Siloae quod interpretatur Missus abiit ergo et lavit et venit videns
og sagði: „Farðu og þvoðu þér í Sílóamlaug.“(Orðið „Sílóam“merkir „sendur.“) Maðurinn fór og þvoði sér og kom aftur sjáandi!
8 itaque vicini et qui videbant eum prius quia mendicus erat dicebant nonne hic est qui sedebat et mendicabat alii dicebant quia hic est
Nágrannar hans og aðrir, sem vissu að hann hafði verið blindur betlari, spurðu nú hver annan: „Er þetta sami maðurinn – betlarinn?“
9 alii autem nequaquam sed similis est eius ille dicebat quia ego sum
Svörin voru á ýmsa vegu og margir hugsuðu: „Þetta getur ekki verið hann, en hann lítur þó eins út!“En betlarinn sagði: „Ég er maðurinn.“
10 dicebant ergo ei quomodo aperti sunt oculi tibi
Þá spurðu þeir hann hvernig hann hefði fengið sjónina. „Hvað gerðist?“
11 respondit ille homo qui dicitur Iesus lutum fecit et unxit oculos meos et dixit mihi vade ad natatoriam Siloae et lava et abii et lavi et vidi
„Maður, sem þeir kalla Jesú, “svaraði hann, „bjó til leðju, bar hana á augu mín og sagði mér síðan að fara og þvo hana burt í Sílóamlauginni. Ég gerði eins og hann sagði, og fékk sjónina!“
12 dixerunt ei ubi est ille ait nescio
„Hvar er Jesús núna?“spurðu þeir. „Ég veit það ekki, “svaraði hann.
13 adducunt eum ad Pharisaeos qui caecus fuerat
Þá fóru þeir með manninn til faríseanna.
14 erat autem sabbatum quando lutum fecit Iesus et aperuit oculos eius
Nú vildi svo til að kraftaverkið hafði gerst á hvíldardegi.
15 iterum ergo interrogabant eum Pharisaei quomodo vidisset ille autem dixit eis lutum posuit mihi super oculos et lavi et video
Farísearnir kröfðu manninn því sagna um atburðinn. Hann sagði þeim hvernig Jesús hefði borið leðjuna á augun og hvernig sjónin hefði komið þegar hann þvoði sér.
16 dicebant ergo ex Pharisaeis quidam non est hic homo a Deo quia sabbatum non custodit alii dicebant quomodo potest homo peccator haec signa facere et scisma erat in eis
„Þessi Jesús er ekki frá Guði, fyrst hann vinnur á hvíldardögum, “sögðu sumir þeirra. Aðrir sögðu: „En hvernig getur þá venjulegur syndari gert slík kraftaverk?“Þetta varð þeim efni í mikla þrætu.
17 dicunt ergo caeco iterum tu quid dicis de eo qui aperuit oculos tuos ille autem dixit quia propheta est
Farísearnir sneru sér nú að manninum sem hafði verið blindur og spurðu ákveðnir: „Hvað vilt þú sjálfur segja um þennan mann sem gaf þér sjónina?“„Ég held hann hljóti að vera spámaður, sendur af Guði, “svaraði maðurinn.
18 non crediderunt ergo Iudaei de illo quia caecus fuisset et vidisset donec vocaverunt parentes eius qui viderat
Leiðtogar Gyðinga vildu ekki trúa því að maðurinn hefði verið blindur og sendu því eftir foreldrum hans,
19 et interrogaverunt eos dicentes hic est filius vester quem vos dicitis quia caecus natus est quomodo ergo nunc videt
og spurðu: „Er þetta sonur ykkar? Fæddist hann blindur? Og ef svo er, hvernig hefur hann þá fengið sjónina?“
20 responderunt eis parentes eius et dixerunt scimus quia hic est filius noster et quia caecus natus est
„Við vitum að hann er sonur okkar og að hann fæddist blindur, “svöruðu foreldrar hans,
21 quomodo autem nunc videat nescimus aut quis eius aperuit oculos nos nescimus ipsum interrogate aetatem habet ipse de se loquatur
„en við vitum ekki hver gaf honum sjónina, spyrjið hann sjálfan, hann ætti að vera nógu gamall til að svara fyrir sig.“
22 haec dixerunt parentes eius quia timebant Iudaeos iam enim conspiraverant Iudaei ut si quis eum confiteretur Christum extra synagogam fieret
Þetta sögðu þau af ótta við leiðtogana, en þeir höfðu sagt að hver sá sem segði að Jesús væri Kristur, fengi ekki að sækja guðsþjónustur.
23 propterea parentes eius dixerunt quia aetatem habet ipsum interrogate
24 vocaverunt ergo rursum hominem qui fuerat caecus et dixerunt ei da gloriam Deo nos scimus quia hic homo peccator est
Þeir kölluðu því aftur á manninn, sem verið hafði blindur og sögðu: „Gefðu Guði dýrðina, en ekki Jesú, því að við vitum að Jesús er vondur maður.“
25 dixit ergo ille si peccator est nescio unum scio quia caecus cum essem modo video
„Ekki er það mitt að segja hvort hann sé vondur eða góður, “svaraði maðurinn, „en það veit ég, að ég, sem var blindur, er nú sjáandi!“
26 dixerunt ergo illi quid fecit tibi quomodo aperuit tibi oculos
„En hvað gerði hann?“spurðu þeir, „hvernig læknaði hann þig?“
27 respondit eis dixi vobis iam et audistis quid iterum vultis audire numquid et vos vultis discipuli eius fieri
„Nei, heyrið mig nú!“hrópaði maðurinn. „Ég hef þegar sagt ykkur það einu sinni. Tókuð þið ekki eftir, eða hvað? Hvers vegna viljið þið fá að heyra það aftur? Ætlið þið kannski líka að verða lærisveinar hans?“
28 maledixerunt ei et dixerunt tu discipulus illius es nos autem Mosi discipuli sumus
Þá formæltu þeir honum og sögðu: „Þú ert lærisveinn hans, en við erum lærisveinar Móse.
29 nos scimus quia Mosi locutus est Deus hunc autem nescimus unde sit
Við vitum að Guð talaði við Móse, en um þennan mann vitum við ekkert.“
30 respondit ille homo et dixit eis in hoc enim mirabile est quia vos nescitis unde sit et aperuit meos oculos
„Nú, það er einkennilegt, “svaraði maðurinn. „Hann læknar hina blindu, en samt vitið þið ekkert um hann.
31 scimus autem quia peccatores Deus non audit sed si quis Dei cultor est et voluntatem eius facit hunc exaudit
Það er nú einu sinni svo að Guð hlustar ekki á vonda menn, heldur á þá sem tilbiðja hann og gera vilja hans.
32 a saeculo non est auditum quia aperuit quis oculos caeci nati (aiōn g165)
Frá því heimurinn varð til hefur enginn maður getað opnað augu blindra, (aiōn g165)
33 nisi esset hic a Deo non poterat facere quicquam
og ef þessi maður er ekki frá Guði, þá gæti hann ekki gert þetta.“
34 responderunt et dixerunt ei in peccatis natus es totus et tu doces nos et eiecerunt eum foras
„Þú sem ert fáfróður og fæddur í synd, “hrópuðu þeir, „ætlar þú nú að fara að kenna okkur?!“Og þeir fleygðu honum á dyr.
35 audivit Iesus quia eiecerunt eum foras et cum invenisset eum dixit ei tu credis in Filium Dei
Þegar Jesús frétti hvað gerst hafði, leitaði hann manninn uppi og sagði: „Trúir þú á Krist?“
36 respondit ille et dixit quis est Domine ut credam in eum
„Já, mig langar til þess, “svaraði maðurinn, „en hver er hann, herra?“
37 et dixit ei Iesus et vidisti eum et qui loquitur tecum ipse est
„Þú hefur þegar séð hann, “svaraði Jesús, „hann er sá sem við þig talar.“
38 at ille ait credo Domine et procidens adoravit eum
„Já, Drottinn, “sagði maðurinn, „ég trúi.“Og hann veitti Jesú lotningu og kraup við fætur hans.
39 dixit ei Iesus in iudicium ego in hunc mundum veni ut qui non vident videant et qui vident caeci fiant
Jesús sagði þá við hann: „Ég kom í heiminn til að opna augu blindra og loka augum þeirra sem halda sig sjá.“
40 et audierunt ex Pharisaeis qui cum ipso erant et dixerunt ei numquid et nos caeci sumus
Farísearnir, sem stóðu þar rétt hjá, spurði þá: „Áttu við að við séum blindir?“
41 dixit eis Iesus si caeci essetis non haberetis peccatum nunc vero dicitis quia videmus peccatum vestrum manet
„Ef þið væruð blindir, þá væruð þið ekki sekir, “svaraði Jesús, „en nú segist þið vera sjáandi, en farið þó ekki eftir orðum mínum – sekt ykkar varir við.“

< Iohannem 9 >